tónlist, jazz, aðventa

ASA tríó og Jóel Pálsson - Múlinn Jazzklúbbur
Verð
3.900 kr
Næsti viðburður
miðvikudagur 24. maí - 20:00
Salur
Björtuloft
Jóel Pálsson, saxófónn
Andrés Þór Gunnlaugsson, gítar
Agnar Már Magnússon, hammond
Scott McLemore, trommur
ASA Tríó ásamt saxófónleikaranum Jóel Pálssyni stígur á stokk og leikur
efni af plötu sem þeir félagar gáfu út í fyrra. Platan nefnist
‚Another Time‘ og var hljóðrituð snemma árið 2020 þegar allt lá í
dvala í samfélaginu. Tónlistin samanstendur af verkum eftir alla fjóra
meðlimi hljómsveitarinnar og eru sérstaklega samin fyrir þetta verkefni.
Áhrifin koma víðsvegar að, allt frá Indí skotnum lagrænum ópusum,
ágengum módalverkum, Fönkblúsuðum Búgalúskotnum lögum til
meginstefnujazztónsmíða með miðjarðarhafsblæ og margt þar á milli.
ASA Tríó hefur verið starfrækt frá árinu 2005 og hefur gefið út tvo
hljómdiska í eigin nafni auk þess að gefa út nokkrar hljómleikaútgáfur sem
eru aðgengilegar á stafrænu formi á heimasíðu tríósins. Tríóið skipa
gítarleikarinn Andrés Þór, Agnar Már Magnússon orgel- og hljómborðsleikari
og Scott McLemore trommuleikari, þeim til fulltingis er svo
saxófónleikarinn Jóel Pálsson sem ætti að vera tónlistaráhugafólki að
góðu kunnur. Jóel hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi um
árabil og gefið út fjölmarga hljómdiska sem hafa hlotið
ótal viðurkenninga.
Viðburðahaldari
Múlinn Jazzklúbbur
Miðaverð er sem hér segir:
A
3.900 kr.
Dagskrá
Björtuloft
Björtuloft eru glæsileg og óvenjuleg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina. Á neðri hæð er fastur bar og útgengi á svalir með útsýni yfir höfnina.

Hápunktar í Hörpu