tónlist, klassík

Archora - Föstudagsröð i Hallgrímskirkju - Sinfóníuhljómsveit Íslands
Verð
4.900 kr
Næsti viðburður
föstudagur 6. október - 18:00
Salur
Hallgrímskirkja
EFNISSKRÁ
Anna
Þorvaldsdóttir METACOSMOS
Anna
Þorvaldsdóttir Heyr þú oss himnum á
Anna
Þorvaldsdóttir Ad Genua
Anna
Þorvaldsdóttir ARCHORA
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Eva Ollikainen
EINSÖNGVARI
Bryndís
Guðjónsdóttir
KÓR
Kór
Hallgrímskirkju
KÓRSTJÓRI
Steinar Logi
Helgason
Þessir föstudagstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hallgrímskirkju eru helgaðir verkum Önnu Þorvaldsdóttur og haldnir í samstarfi við Hallgrímskirkju. Þar hljómar í upphafi hljómsveitarverkið METACOSMOS, þar sem fegurð og óreiða takast á. Þá tekur við innilegur sálmur Önnu fyrir kór, Heyr þú oss himnum á, saminn árið 2005 við sálm séra Ólafs frá Söndum sem uppi var á 17. öld. Við tekur önnur hrífandi tónsetning Önnu á ljóði, en Ad Genua er fyrir sópran, kór og strengjasveit og er samið við texta Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Að lokum verður hljómsveitarverk Önnu, ARCHORA, flutt undir stjórn Evu Ollikainen en Eva hélt einnig um tónsprotann við heimsfrumflutning verksins á Proms, tónlistarhátíð breska ríkisútvarpsins BBC, í Royal Albert Hall sumarið 2022. Verkið var flutt í orgellausri útgáfu í Eldborg haustið 2022 en að þessu sinni fær hið glæsilega Klaisorgel Hallgrímskirkju að njóta sín.
Viðburðahaldari
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Miðaverð er sem hér segir:
A
4.900 kr.
Dagskrá
Hápunktar í Hörpu