Tónlist, Klassík

Anna, Sibelius og Tsjaj­kovskíj – Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.900 - 8.700 kr

Næsti viðburður

föstudagur 14. apríl - 19:30

Salur

Eldborg

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hljómsveitarstjóri
Eva Ollikainen

Einsöngvari
Anu Komsi

Efnisskrá
Jukka Tiensuu//Voice verser
Anna Þorvaldsdóttir//METACOSMOS
Jean Sibelius//Luonnotar
Pjotr Tsjajkovskíj//Sinfónía nr. 5

Á þessum síðustu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg fyrir tónleikaferð sína um Bretland má segja að kosmískir kraftar leysist úr læðingi. Á fyrri hluta tónleikanna hljóma bæði margrómað hljómsveitarverk Önnu Þorvaldsdóttur, METACOSMOS, sem hljómað hefur af sviðinu hjá mörgum af helstu sinfóníuhljómsveitum heims, og hið óvenjulega meistaraverk Sibeliusar, Luonnotar, en það er samið við erindi úr þjóðkvæðabálkinum Kalevala þar sem segir frá sköpun heimsins. Gyðjan Luonnotar stígur niður úr híbýlum guðanna og skapar jörðina og himnana.

Einsöngvari í tónaljóði Sibeliusar er finnska sópransöngkonan Anu Komsi. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir raddfegurð sína, feikilega tækni og frumleg tök, jafnt á hefðbundnum söngperlum og framsækinni samtímatónlist. Í upphafi tónleikanna hljómar einskonar konsert fyrir kólóratúr-sópran, Voice verser, sem finnska samtímatónskáldið Jukka Tiensuu samdi fyrir Komsi. Verkið er óður án orða og til raddarinnar og möguleika hennar – tónmálið er frumlegt, framandi og fullt af glettni.

Tónleikunum lýkur á einu af öndvegisverkum Tsjajkovskíjs, fimmtu sinfóníunni, sem hann samdi á hátindi ferils síns, skömmu áður en hann hófst handa við ballettinn um Þyrnirós. Verkið hefur hrifið hlustendur allt frá fyrsta degi. Jafnvel Johannes Brahms, sem lét sér annars fátt um finnast þegar kom að tónlist Tsjajkovskíjs, heyrði tónskáldið stjórna sinfóníunni í Hamborg árið 1889 og gat ekki annað en játað að hún væri framúrskarandi tónsmíð.


Viðburðahaldari

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Miðaverð er sem hér segir:

A

7.300 kr.

B

5.900 kr.

C

4.500 kr.

D

2.900 kr.

X

8.700 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.