Tónlist, Klassík

Andri Björn Róbertsson - Heims­sviðið

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.900 kr

Næsti viðburður

þriðjudagur 12. október - 19:30

Salur

Norðurljós

Andri Björn Róbertsson, bass-barítón

Andri Björn Róbertsson er einn af fremstu söngvurum Íslendinga af yngri kynslóðinni og hefur undanfarin ár tekið þátt í fjölda óperuuppfærslna í óperuhúsum Evrópu, þar á meðal í Covent Garden, í Óperunni í Lyon og Óperunni í Zürich. Sem Harewood listamaður við Ensku Þjóðaróperuna frá árinu 2016 hefur hann undanfarin ár auk þess sungið fjölda hlutverka í óperuuppfærslum á Englandi og Wales. Andra er sérstaklega annt um ljóðasöngsformið og hefur sungið á Oxford Lieder Festival, sem og á ljóðatónleikum víða, m.a. Wigmore Hall, Óperunni í Lille, Óperunni í Zürich, á tónlistarhátíðinni í Aix en Provence, Cadogan Hall, Sönghátíð í Hafnarborg, Salnum Kópavogi, King’s Hall í Newcastle, The Sage tónlistarhúsinu og á Winchester Festival. Það er því sérstakt fagnaðarefni að hlýða á ljóðasöngstónleika þeirra Ástríðar Öldu Sigurðardóttur í Norðurljósum.
Á síðasta leikári þreytti Andri frumraun sína sem Fígaró í Brúðkaupi Fígarós við Íslensku Óperuna og hlaut mikið lof fyrir. Síðustu mánuði stóð til að hann mynd syngja við Hollensku Þjóðaróperuna, snúa aftur til Óperunnar í Zürich til að syngja í Jóhannesarpassíunni með La Scintilla hljómsveitinni undir stjórn Riccardo Minasi og endurtaka hlutverk sín í Lessons in Love and Violence eftir George Benjamin í Châtelet leikhúsinu, en öllum var þessum uppfærslum aflýst vegna Covid-19.
Andri hefur sungið í fjölmörgum óratoríum, m.a. Jóhannesarpassíunni, Mattheusarpassíunni og kantötum eftir J.S. Bach, Messíasi eftir Handel, Harmoniemesse og Sköpuninni eftir Haydn, Sálumessu og Krýningarmessu Mozarts, Messa di Gloria eftir Puccini og L’enfant et les sortileges eftir Ravel. Meðal annarra tónleika má nefna hlutverk Cappadocian og Fimmta Gyðings í tónleikauppfærslu af Salome með Sinfóníuhljómsveitinni í Bournemouth og tónleikaröð með barokksveitinni Café Zimmermann í Marseille, La Roque d’Antheron og Aix en Provence.
Andri sigraði í Mozart söngkeppninni í London, söng í undanúrslitum Queen Sonja söngkeppninnar í Ósló árið 2015 og Belvedere söngkeppninnar í Amsterdam 2013 og var tilfnefndur sem ‘Bjartasta vonin í klassískri tónlist’ á Íslensku tónlistarverðlaununum 2013. Andri nam söng við Söngskólann í Reykjavík undir handleiðslu Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, við Royal Academy of Music í London þar sem kennarar hans voru m.a. Mark Wildman og Jonathan Papp og við National Opera Studio í London.
Andri hefur tekið þátt í ýmsum meistaranámskeiðum, m.a. hjá Kiri Te Kanawa, José Carreras, Dalton Baldwin, Thomas Allen, Roger Vignoles og Angelika Kirchschlager, ásamt því að taka þátt í Solti Te Kanawa námskeiðinu á Ítalíu og Samling námskeiðinu í Bretlandi. Andri er ævinlega þakklátur Dame Kiri Te Kanawa og styrktarsjóði hennar fyrir ráðleggingar og fjárhagsstuðning. Andri er einnig þakklátur Behrens sjóðnum sem styrkti hann sem Harewood listamann.
Andri er prófessor í söng við Háskólann í Newcastle og Northumbria háskólann. Hann hefur einnig kennt meistaranámskeið við Söngskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.
Allar nánari upplýsingar má finna á www.andribjornrobertsson.co.uk og á www.keynoteartistmanagement.com

Efniskrá:
Robert Schumann     Liederkreis op. 24
Árni Thorsteinson     Sjö sönglög
Robert Schumann     Liderkreis op. 39

Píanóleikari: Ástríður Alda Sigurðardóttir

Tónleikarnir eru útgáfutónleikar nýrrar geislaplötu með upptöku á efnisskrá tónleikanna.

Tónlistarröðin Heimssviðið er styrkt af Classical Futures Europe, í gegnum ECHO, sem eru samtök evrópskra tónlistarhúsa sjá nánar hér

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.

B

3.900 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.