Aðventan í Hörpu

Hátíðarstemning í Hörpu á aðventunni. Hugljúfir tónar, hátíðarmatur, hönnun og list.

Fjölbreytt viðburðadagskrá í Hörpu á aðventunni.

Aðventan í Hörpu verður hátíðleg að vanda. Fjölmargir jólaviðburðir eru á dagskrá þar sem flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hinn sívinsæli og ævintýralegi ballett Hnotubrjóturinn í flutningi Kyiv Grand Ballett og Sinfóníuhljómsveitar Íslands mun hefja leikinn fyrstu helgina í aðventu. Alls fjórar sýningar verða haldnar dagana 24.-26. nóvember og eru sérstakar fjölskyldusýningar laugardaginn 26. nóvember kl. 13:00 og 17:00.

Hér má sjá alla viðburði sem haldnir verða í Hörpu á aðventunni.

Athugið að hægt er að fletta í gegnum dagskrána með örinni sem birtist hægra megin.

Hnoss restaurant og bar

Á jólamatseðlinum má finna allskyns hnossgæti við allra hæfi. Um helgar er hátíðar dögurðarhlaðborð þar sem m.a. er boðið upp á síld, reyktan og grafinn lax, hleypt egg og Hollandaise, skonsutertu með hangiketi, rækjubrauðtertu, girnileg salöt, fisk, kalkúnabringu og tilbehör svo fátt eitt sé nefnt. Þá er einnig drekkhlaðið borð af bakkelsi; pavlovur, lagterta, jóla-brownie, ris a la mande, creme bruleé og súkkulaðibrunn! Hnoss býður einnig upp á jólakokteila eins og Piparkökumartini, svo gómsætur með kaffilíkjör og öllum hlýju kryddunum sem við tengjum við piparkökur. Girnilegur smáréttaseðill er alla daga milli 14:00-17:00, en þá er einmitt gleðistund á drykkjum.

La Primavera

La Primavera Restaurant er staðsettur á 4.hæð í Hörpu með einstöku útsýni yfir höfnina. Veitngastaðurinn er opinn öll fimmtudags- föstudags- og laugardagskvöld. Á La Primavera sameinast matarhefð úr Norður Ítalíu og úrvals íslensk hráefni.

Jólasýning Listval

Listval er gallerý á jarðhæð Hörpu þar sem gestir fá innsýn inn í það sem íslensk myndlist hefur upp á að bjóða. Þann 3. desember kl. 12-17 opnar jólasýning Listvals. Á sýningunni eru til sýnis og sölu verk eftir yfir hundrað listamenn í fremstu röð. Samhliða sýningunni í Listval verður úrval verka einnig aðgengilegt á heimasíðu Listvals.

Rammagerðin

Rammagerðin er í glæsilegu verslunarrými á jarðhæð hússins. Basalt Arkitektar sáu um hönnun rýmisins sem er staðsett í austurhlið jarðhæðarinnar. Markmiðið með opnun verslunarinnar er að skapa vettvang fyrir íslenska hönnuði sem vilja koma á framfæri sinni hönnun í listrænu og lifandi rými.