Tónlist

moe.’s Midnight Sun

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

11.499 - 15.366 kr

Næsti viðburður

föstudagur 5. ágúst - 18:00

Salur

Eldborg

Aðeins eru seldir þriggja daga passar, sem gilda á alla tónleika.
Kauptu passa hér

Húsið opnar kl 18:00
Upphitun kl. 19:00
moe. (2 sets) kl. 20:30

Slástu í för með moe., sem leggur undir sig Eldborg í Hörpu, þrjú kvöld í ágúst 2022.

moe. spilar 6 sett frá föstudegi til sunnudags, ásamt upphitunarhljómsveitunum Dopapod og Aqueous.

moe. hefur notið hylli fyrir hugvekjandi tónlist, dáleiðandi flutning, vandaðar og snjallar lagasmíðar. Í heila þrjá áratugi hefur hljómsveitin verið óþreytandi við að feta nýjar slóðir í tónsköpun sinni og er lagasafn hljómsveitarinnar orðið gríðarstórt og umfangsmikið. Sveitin á sér stóran hóp ákafra aðdáenda, sem fylgir þeim eftir á tónleikaferðum, en sveitin hefur varið drjúgum hluta sinna þrjátíu ára á tónleikaferðalagi. Tónleikar þeirra þykja stórkostleg upplifun og er nokkuð víst að tónleikagestir í Eldborg verða ekki sviknir!

Það er hægara sagt en gert að lýsa þessari einstöku hljómsveit á einfaldan hátt. Hún verður ekki sett í box eða í einhvern einn flokk tónlistar. Hún er einfaldlega moe., með sinn einstaka stíl þar sem hljóðræn ævintýraþrá og húmor samtvinnast í hljóðheimi sem er algerlega þeirra eigin.

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður, fagnar moe. tímamótunum eins og sveitinni einni er lagið og horfir bjartsýn til næstu þrjátíu ára.

moe.org

https://www.youtube.com/watch?v=X_uSi3mILdI


Miðaverð er sem hér segir:

A

14.066 kr.

C

12.766 kr.

D

11.499 kr.

X

15.366 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.