Tónlist, Sinfóníutónleikar

Eva stjórnar Shosta­kovitsj - Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.900 - 7.500 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 18. maí - 20:00

Salur

Eldborg

Efnisskrá
Dmítríj Shostakovitsj - Sinfónía nr 5

Hljómsveitarstjóri
Eva Ollikainen

Kynnir
Halla Oddný Magnúsdóttir

Fáar sinfóníur 20. aldar hafa náð þvílíkri hylli sem fimmta sinfónía Shostakovitsj enda er hún magnþrungin og glæsileg, gædd dýpt og einlægri tjáningu. Hún var samin árið 1937, um sama leyti og pólitískar „hreinsanir“ Jósefs Stalín stóðu sem hæst. Tónskáldið átti mikið undir viðtökum verksins, því að einræðisherrann var síður en svo hrifinn af því sem hafði frá tónskáldinu komið undangengin misseri. Shostakovitsj kallaði verkið „listrænt svar sovésks listamanns við réttmætri gagnrýni“ en tónlistina er hægt að skilja á ýmsa vegu, jafnvel glæsilegan lokapunkt verksins. „Það er eins og einhver berji þig með kylfu og segi: Þú átt að fagna, þú átt að fagna,“ er haft eftir tónskáldinu sjálfu.

Þetta er einstakt tækifæri til að heyra eina mögnuðustu sinfóníu 20. aldar undir stjórn Evu Ollikainen, aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Tónleikunum er einnig sjónvarpað beint á RÚV og eru þeir um klukkustundarlangir án hlés.

Ein magnaðasta sinfónía 20. aldar á lokatónleikum grænu raðarinnar.


Miðaverð er sem hér segir:

A

6.200 kr.

B

4.900 kr.

C

3.500 kr.

D

2.900 kr.

X

7.500 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.