Tónlist, Sinfóníutónleikar

Schumann og Schubert - Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.900 - 8.500 kr

Næsti viðburður

fimmtudagur 28. apríl - 19:30

Salur

Eldborg

Efnisskrá
Galina Ustvolskaja - Sinfónískt ljóð nr. 2
Robert Shumann - Sellókonsert
Franz Schubert - Sinfónía nr. 9

Hljómsveitarstjóri
Eva Ollikainen

Einleikari
Kian Soltani

„Hrein fullkomnun“ segir rýnir tímaritsins Gramophone um túlkun austurríska sellóleikarans Kian Soltani og The Times kallar hann „stórmerkilegan sellista“. Soltani vakti fyrst heimsathygli þegar hann vann fyrstu verðlaun í Paulo- sellókeppninni í Helsinki árið 2013. Síðan hefur ferill hans verið samfelld sigurganga, með tónleikum í Carnegie Hall og útgáfusamningi við Deutsche Grammophon. Á Íslandi leikur hann ljóðrænan og tilfinningaþrunginn sellókonsert Schumanns, sem tónskáldið samdi undir lok ævinnar.

Í níundu sinfóníu sinni er Schubert í sínu besta formi, lagræn gáfa hans og léttleiki er í forgrunni. Þótt verkið sé stórkostlegt hljómaði það ekki á opinberum tónleikum meðan tónskáldið sjálft lifði. Það var einmitt Schumann sem fann nóturnar í gömlu blaðarusli níu árum eftir að Schubert lést, vakti athygli á verkinu og sá til þess að það yrði flutt.

Á tónleikunum hljómar einnig heillandi hljómsveitarverk eftir rússneska tónskáldið Galinu Ustvolskayu, sem var nemandi Shostakovitsj og um skeið ástkona hans. Hún bjó í Leníngrad í sárri fátækt, samdi fá verk sem hljómuðu sjaldan eða aldrei, en á síðustu árum hefur hún í æ ríkari mæli hlotið viðurkenningu sem ein merkasta huldukona sovéskra tónsmíða.

Hrífandi rómantík í flutningi eins fremsta sellóleikara heims.
Miðaverð er sem hér segir:

A

7.200 kr.

B

5.900 kr.

C

4.500 kr.

D

2.900 kr.

X

8.500 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.