Tónlist, Sinfóníutónleikar

Páska­tón­leikar Sinfón­í­unnar

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.900 - 8.500 kr

Næsti viðburður

fimmtudagur 7. apríl - 19:30

Salur

Eldborg

Efnisskrá
Sofia Gubaidulina - Sieben Worte
Anton Bruckner - Sinfónía nr. 3

Hljómsveitarstjóri
Eva Ollikainen

Einleikari
Geir Draugsvoll

Einleikari
Sigurgeir Agnarsson

Ýmis tónskáld hafa í aldanna rás samið tónverk innblásin af sjö orðum Krists á krossinum, meðal annars Sofia Gubaidulina. Hún samdi konsertinn Sieben Worte eða Sjö orð, fyrir bajan, selló og strengjasveit, árið 1982, en við frumflutninginn í Moskvu lét hún ekkert uppi um trúarlega skírskotun verksins enda höfðu yfirvöld í Sovétríkjunum óbeit á kristinni trú. Sjö orð er meðal allra áhrifamestu verka Gubaidulinu og hljómar hér í snilldarflutningi harmóníkuleikarans Geirs Draugsvoll, sem hefur starfað náið með tónskáldinu um árabil, og Sigurgeirs Agnarssonar, fyrsta sellóleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Anton Bruckner var eitt trúræknasta tónskáld 19. aldarinnar og sinfóníum hans hefur oft verið líkt við dómkirkjur í tónum. Þriðja sinfónían var tímamótaverk á ferli Bruckners og

í verkinu fann hann sína eigin mikilfenglegu rödd eftir áralanga leit. Það var tónskáldinu gleðiefni að sjálfur Richard Wagner, sem hann dáði öðrum mönnum fremur, skyldi þiggja tileinkun verksins. Ekki fór þó allt jafn vel í framhaldinu, því að frumflutningur verksins í Vínarborg misheppnaðist algjörlega og sinfónían hlaut ekki fyrr en áratugum síðar þann sess sem henni ber.

Eva Ollikainen, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar, hefur sérstakt dálæti á verkum Bruckners og túlkar þau af innsæi og röggsemi.

Meistaraverk með trúarlega skírskotun á páskatónleikum Sinfóníunnar.


Miðaverð er sem hér segir:

A

7.200 kr.

B

5.900 kr.

C

4.500 kr.

D

2.900 kr.

X

8.500 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.