Tónlist, Sinfóníutónleikar

Mozart og Beet­hoven - Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.900 - 8.500 kr

Næsti viðburður

fimmtudagur 24. mars - 19:30

Salur

Eldborg

Efnisskrá
Wolfgang Amadeus Mozart Balletttónlist úr óperunni Idomeneo
Wolfgang Amadeus Mozart Fiðlukonsert nr. 5
Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 7

Hljómsveitarstjóri
Kornilios Michailidis

Einleikari
Simos Papanas

Meistaraverk eftir tvö af dáðustu tónskáldum sögunnar hljóma á þessum tónleikum í flutningi frábærra tónlistarmanna sem báðir eru frá Grikklandi. Mozart samdi fiðlukonserta sína á unglingsárum en þeir eru stórfenglegar tónsmíðar sem bera vott um mikla náðargáfu. Sá fimmti og síðasti í röðinni er einkar tilþrifamikill, og í lokaþættinum bregður fyrir áhrifum af hernaðartónlist Tyrkja, en hún varð austurrískum tónskáldum gjarnan innblástur einmitt á árunum um 1775 þegar konsertinn varð til. Einnig hljómar balletttónlist úr óperunni Idomeneo sem Mozart samdi aðeins tuttugu og fjögurra ára gamall og markaði tímamót á ferli hans.  

Sjöunda sinfónía Beethovens er ein sú fjörugasta sem hann samdi enda kallaði Richard Wagner hana „fullkomnun dansins“. Sérstökum vinsældum hefur annar kafli verksins náð, hrífandi stef með tregafullum undirtóni, en hann hljómaði meðal annars í kvikmyndinni The King’s Speech.

Simos Papanas er einn fremsti fiðluleikari Grikklands og margrómaður fyrir innblásna túlkun sína. Hann hefur meðal annars hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon og komið fram á Verbier-hátíðinni, en gegnir einnig stöðu konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitarinnar í Þessalóníku.

Kornilios Michailidis er staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2021–22. Hann stundaði píanónám í París og Bandaríkjunum og lauk meistaraprófi í hljómsveitarstjórn við Sibeliusar-akademíuna í Helsinki árið 2018. Hann var aðstoðarstjórnandi Finnsku útvarpshljómsveitarinnar 2016–17 og gegndi sömu stöðu við Fílharmóníusveit franska útvarpsins á árunum 2018–20. Hann hefur stjórnað fjölda hljómsveita og einnig við óperuhús, meðal annars Töfraflautu Mozarts við Teatro Real í Madrid, auk þess sem hann hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveitinni í Lahti og Grísku útvarpshljómsveitinni.    


Miðaverð er sem hér segir:

A

7.200 kr.

B

5.900 kr.

C

4.500 kr.

D

2.900 kr.

X

8.500 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.