Tónlist, Sinfóníutónleikar

Föstu­dags­röð: Á ferð um spor­baug - Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.900 kr

Næsti viðburður

föstudagur 11. mars - 18:00

Salur

Norðurljós

Efnisskrá
Misst Mazzoli - Sinfonia (for Orbiting Spheres)
Daníel Bjarnason - Collider
Anna Þorvaldsdóttir - CATAMORPHOSIS

Hljómsveitarstjóri
Daníel Bjarnason

Tvö ný og spennandi íslensk hljómsveitarverk hljóma á þessum spennandi tónleikum.
Anna Þorvaldsdóttir er eitt fremsta tónskáld samtímans og verk hennar hafa farið sigurför um heiminn síðustu ár. Nýjasta hljómsveitarverk hennar, CATAMORPHOSIS, var frumflutt á tónleikum Fílharmóníusveitarinnar í Berlín í janúar 2020 en meðal annarra hljómsveita sem komu að pöntun verksins voru Sinfóníuhljómsveit Íslands og Fílharmóníusveitin í New York. Gagnrýnandi The Guardian var stórhrifinn, sagði verkið að sumu leyti minna á tónaljóð Sibeliusar en að það stæði „algjörlega á eigin fótum, og skapar fullkomlega sannfærandi hljóðheim“.

Kjartan Sveinsson var um árabil hljómborðsleikari í Sigur Rós en hefur undanfarin ár getið sér gott orð sem tónskáld á eigin spýtur. Meðal helstu verka hans má nefna Stríð og Kraftbirtingarhljóm guðdómsins, sem hann skapaði í samstarfi við Ragnar Kjartansson og hafa farið víða um heim. Nú hljómar nýtt hljómsveitarverk Kjartans sem hann semur sérstaklega fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Auk þess verður flutt Sinfónía (fyrir hnetti á sporbaug) eftir hina bandarísku Missy Mazzoli, sem hún samdi árið 2013 fyrir Fílharmóníusveit Los Angeles. Mazzoli var tilnefnd til Grammy- verðlauna árið 2019 og The New York Times hafði um hana þau orð að hún væri „eitt hugmyndaríkasta tónskáld New York-borgar“ um þessar mundir.

Spennandi tónleikar með ferskri nýsköpun frá Íslandi og Bandaríkjunum.


Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.