Tónlist

Dimma

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.900 - 12.900 kr

Næsti viðburður

laugardagur 12. mars - 19:30

Salur

Eldborg

DIMMA - Stórtónleikar í Eldborg

Vegna fjölda áskorana blæs DIMMA aftur til stórtónleika í Eldborg laugardaginn 12. mars.

DIMMA hefur um árabil verið ein allra vinsælasta rokksveit landsins og hefur gefið út sex hljóðversplötur, fimm tónleikaplötur og átt fjölda laga sem farið hafa hátt á öldum ljósvakans.

Þá hefur sveitin einnig hlotið mikið lof fyrir tónleika sína, sem þykja gríðarlegt sjónarspil og krafturinn og orkan frá þeim lætur engan ósnortinn.

Nýjasta breiðskífa DIMMU, sem ber heitið Þögn, fór í fyrsta sæti Tónlistans yfir mest seldu plötur landsins og varð þar með fimmta plata DIMMU á ferlinum til að ná toppsætinu.

Á tónleikunum í Eldborg verða leikin lög af Þögn ásamt úrvali af eldri lögum og allt lagt í að gera tónleikana að ógleymanlegum viðburði sem enginn rokkunnandi má missa af!

DIMMA
Stefán Jakobsson: Söngur
Ingó Geirdal: Gítar  
Silli Geirdal: Bassi
Egill Örn Rafnsson: Trommur


Miðaverð er sem hér segir:

A

9.900 kr.

B

7.900 kr.

C

4.900 kr.

X

12.900 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.