Tónlist, Klassík, Ópera, Sígild og samtímatónlist

Kúnst­pása - Ástin nærir og særir

Sækja Miða
Sækja Miða
Sækja Miða
Sækja Miða
Sækja Miða
Sækja Miða
Sækja Miða
Sækja Miða
Sækja Miða
Sækja Miða
Sækja Miða
Sækja Miða
Sækja Miða

Verð

0 kr

Næsti viðburður

þriðjudagur 10. maí - 12:15

Salur

Norðurljós

Tónleikarnir hafa fengið nýja dagsetningu, þeir eru nú 10. maí 2022

FLYTJENDUR

Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran kom fram sem einsöngvari með SÍ á tónleikunum Ungir einleikarar í janúar 2017. Árið 2018 þreytti hún frumraun sína hjá Íslensku Óperunni í hlutverki Grétu í óperunni “Hans og Gréta” í Hörpu. Jóna var einsöngvari á tónleikunum “Íslendingasögur - Sinfónísk sagnaskemmtun” sem haldnir voru í Eldborg á fullveldishátíð Íslands 1. desember 2018 þar sem hún kom fram með SÍ og kom fram á Vínartónleikum Sinfóníunnar í janúar 2020. Hún söng sitt fyrsta hlutverk við Konunglegu Óperuna í Kaupmannahöfn í september sama ár sem Papagena í “Töfraflautunni” eftir Mozart. Jóna var meðal einsöngvara á tónleikunum “Klassíkin okkar” nýverið í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands sem voru einnig sýndir beint á RÚV.

Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari hefur komið fram á tónleikum víða sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar auk þess að hafa hljóðritað fyrir útvarp og leikið inn á geisladiska. Hún verið virk í flutningi nýrrar tónlistar m.a. á Myrkum Músíkdögum og með kammersveitinni Ísafold ásamt því að hafa frumflutt fjölda sönglaga. Hún hefur sinnt uppeldisstarfi ungra söngvara, verið tónlistarstjóri hjá óperudeild Söngskólans í Reykjavík og starfað með mörgum helstu söngvurum landsins um árabil.


EFNISSKRÁ - ÁSTIN NÆRIR OG SÆRIR

Celius Dougherty - Love in the dictionary -
Jórunn Viðar / Halldór Laxness - Unglingurinn í skóginum -
E. Grieg / Arne Garborg - Møte - úr Haugtussa
W. A. Mozart - In uomini, in soldati - aría Despinu úr óperunni Così fan tutte
C. W. Gluck - Qual vita e questa mai…Che fiero momento - aría Euridice úr óperunni Orfeo ed Euridice
E. Grieg / Goethe - Zur Rosenzeit Op. 48/5
J. Sibelius / M. Susman - Im Feld ein Mädchen singt
F. Poulenc / Jean Anouilh  - Les Chemins de l’amour -úr leikritinu Léocadia
J. Brahms / A. H. von Fallersleben - Ewige Liebe
Karl Ó. Runólfsson / Valdimar Hólm Hallstað - Í fjarlægð
R. Strauss / A. F. von Schack - Ständchen
William Bolcom / Arnold Weinstein - Amor


Miðaverð er sem hér segir:

A

0 kr.

B

0 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.