Tónlist, Klassík

Aris strengja­kvartett - Heims­sviðið

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.900 kr

Næsti viðburður

föstudagur 4. mars - 19:30

Salur

Norðurljós

Aris strengjakvartettinn er án efa einn eftirtektarverðasti kammerhópur klassísku tónlistarsenunnar. Kvartettinn var stofnaður árið 2009 í Frankfurt og hefur síðan komið fram í öllum helstu tónlistarsölum Evrópu, þar á meðal í Elbphilharmonie í Hamburg, Wigmore Hall í London, Philharmonie í Paris, Konzerthaus í Vín, Concertgebouw tónleikahúsinu í Amsterdam og á BBC Proms. Á þessu tónleikaári heldur kvartettinn vestur um heim og leikur m.a. á tónleikum San Francisco Chamber Music Society.
Félagar strengjakvartettsins, þau Anna Katharina Wildermuth, fiðluleikari, Noemi Zipperling, fiðluleikari, Caspar Vinzens, lágfiðluleikari og Lukas Sieber, sellóleikari, hittust fyrst fyrir tilstilli kammertónlistarkennarans Hubert Buchberger þegar þau voru öll við nám í Frankfurt. Í framhaldinu hlaut kvartettinn nafn sitt, ARIS, sem samsett er úr síðustu stöfunum í nöfnum tónlistarfólksins.
Eftir intensíft kammertónlistarnám hjá Günter Pichler úr Alban Berg Kvartettinum í Madrid sló Aris kvartettinn í gegn með sigri í fjölda þekktra tónlistarkeppna. Sigur hópsins í Kammertónlistarkeppni Jürgen Ponto Foundation, auk fimm verðlauna í ARD International Music keppninni í Munich, vakti sérstaka athygli. Í framhaldinu hlaut Aris kvartettinn nafnbæturnar New Generation Artists hjá BBC, ECHO Rising Stars hjá European Concert Hall Organization og Borletti-Buitoni Trust Award.
Aris kvartettinn hefur, þrátt fyrir ungan aldur, gefið út fimm geislaplötur. Sú síðasta var unnin í samstarfi við Deutschlandfunk og BBC Radio 3 og skartar verkum eftir Johannes Brahms.
Aris kvartettinn nýtur stuðnings Anna Ruths Foundation, Wilfried and Martha Ensinger Foundation og Irene Steels-Wilsing Foundation.

Tónlistarröðin Heimssviðið er styrkt af Classical Futures Europe, í gegnum ECHO, sem eru samtök evrópskra tónlistarhúsa sjá nánar hér

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.

B

3.900 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.