Aðventan í Hörpu

Harpa /

Hin sívinsæla ballettsýning Hnotubrjóturinn í flutn­ingi Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu

Hin sívinsæla ballettsýning Hnotubrjóturinn í flutningi Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu fyrstu helgina í aðventu.  

Hnotubrjóturinn er einn vinsælasti ballett allra tíma. Hrífandi tónlist Tchaikovskys skapar töfrandi jólastemningu þar sem allt getur gerst. Ballettinn er ómissandi hluti af jóladagskrá margra tónlistarhúsa víða um heim og börn jafnt sem fullorðnir hlakka árlega til þess að njóta þessa sígilda ævintýris. Hnotubrjóturinn verður sýndur í Eldborg dagana 24. – 26. nóvember nk. í samstarfi Hörpu við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kyiv Grand Ballet, sem kemur í fyrsta sinn fram á Íslandi og er skipaður mörgum af skærustu stjörnum ballettsviðsins þar í landi.

Nánari upplýsingar.

Allt um Hörpu

Verslun og veitingastaðir í Hörpu

Harpa er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar og þar er að finna fjölbreytta þjónustu, veitingastaði og verslun. Njóttu þess að heimsækja Hörpu og gefðu þér góðan tíma til að gæða þér á veitingum eða drykk fyrir viðburð.

Haltu viðburðinn í Hörpu

Harpa býr yfir fyrsta flokks aðstöðu til viðburðahalds séu það tónleikar, ráðstefnur, sýningar, veislur, fundir eða aðrir menningarviðburðir. Í Hörpu færðu persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf til að tryggja vel heppnaðan viðburð.

Íbúar Hörpu

Fastir íbúar hússins, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska óperan og Stórsveit Reykjavíkur sjá til þess að tónlistarhúsið beri nafnið með rentu. Langminnsti íbúi Hörpu, Maxímús Músíkús, á einnig föst heimkynni í húsinu og tekur þátt í að skipuleggja skemmtilega viðburði fyrir smáfólk allt árið um kring.